Ráðist á sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran

Aftöku Nimr al-Nimr var víða mótmælt í dag.
Aftöku Nimr al-Nimr var víða mótmælt í dag. AFP PHOTO / STR

Ráðist var á sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran, höfuðborg Írans fyrir skömmu. Fyrstu fréttir AFP-fréttaveitunnar greindu hvorki frá mannfalli né skemmdum á mannvirkjum.

Sádi-Arabar hafa verið gagnrýndir harðlega í dag úr ýmsum áttum vegna aftöku 47 fanga í morgun. Þeirra á meðal var Nimr al-Nimr, klerk­ur sjíta-mús­líma sem hafði verið dæmd­ur til dauða fyr­ir glæpi tengda hryðju­verk­um. Lát hans vakti hörð viðbrögð víða, m.a. í Íran og sendi ríkisstjórn landsins frá sér yfirlýsingu þar sem m.a. sagði að Sádi-Ar­ab­ar muni þurfa að gjalda af­tök­una dýru verði.

Uppfært 22:15: Í frétt bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITV kemur fram að nokkur fjöldi fólks hafi brotist inn í sendráðið og kveikt elda. Lögregla hafi fljótlega komið á vettvang og rýmt svæðið að mestu. Samkvæmt AFP-fréttaveitunni kastaði fólkið bensínsprengjum og mótmælti aftöku al-Nimrs.

Frétt mbl.is: „Munum láta jörðina skjálfa undir fótum ykkar“

Frétt mbl.is: 47 fangar teknir af lífi í Sádi-Arabíu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert