Clinton hafði betur samkvæmt CNN

Hillary Clinton skaut Donald Trump ref fyrir rass í kappræðunum sem fram fóru í nótt, samkvæmt könnun CNN. 62% áhorfenda stöðvarinnar sögðu að Clinton hefði haft betur en 27% Trump. Þess ber að geta að fleiri demókratar en repúblikanar fylgdust með CNN í kvöld.

CNN fylgdist einnig með 20 óákveðnum kjósendum í barátturíkinu Flórída og sögðu átján að Clinton hefði staðið sig betur en tveir Trump.

Af áhorfendum CNN sögðu 55% að Trump gæti ekki höndlað forsetaembættið.

Í aðdraganda kappræðanna sögðu sérfræðingar að Clinton þyrfti að forðast að detta í ítarleg og tæknileg svör og tala frekar frá hjartanu og höfða til tilfinninga kjósenda. Trump þyrfti hins vegar að halda aftur af sér og gefa efnisleg svör við spurningum.

Trump kom vel út framan af; hélt aftur af sér og virtist einlægur í svörum sínum á meðan svör Clinton virtust stöðluð og æfð.

Viðskiptajöfurinn uppskar nokkrum sinnum hlátur áhorfenda, jafnvel þótt þeir hefðu verið beðnir um að hafa þögn. Smám saman virtist Clinton hins vegar ná vopnum sínum, varð afslappaðri og tókst að setja Trump úr jafnvægi.

Seinni hluta kappræðanna var Trump í stöðugri vörn. Þá vakti athygli að hann saug stöðugt upp í nefið, sem er kaldhæðnislegt í ljósi þess að hann hefur gert í því að draga heilbrigði Clinton í efa.

Trump datt oft í þann gír að útlista og vísa til viðskipta sinna og þá greip hann oft til þess að minnast á að hin eða þessi samtök eða hópar hefðu lýst yfir stuðningi við sig. Hann gagnrýndi Clinton ítrekað fyrir að vera „týpískur stjórnamálamaður“ og gagnrýndi hana fyrir að hafa talað gegn Barack Obama á sínum tíma. 

Clinton náði að svara fyrir sig þegar talið barst að afstöðu Trump til kvenna og benti á að Trump hefði kallað þær mörgum ljótum nöfnum. Trump gaf undarlegt svar; hann viðurkenndi að hann hefði talað illa um leikkonuna Rosie O'Donnell en að flestir gætu verið sammála um að hún ætti það skilið.

Hillary Clinton og Donald Trump ganga af sviðinu. Trump tók ...
Hillary Clinton og Donald Trump ganga af sviðinu. Trump tók ekki í höndina á stjórnandanum Lester Holt eftir kappræðurnar. AFP

Í stað þess að snúa vörn í sókn virtist Trump tapa áttum á tímabili og missti til dæmis af tækifærinu til að hamra á tölvupósthneyksli Clinton þegar hann gleymdi sér í einræðu um eigin skattamál.

Þá virtist hann gefa í skyn að hann borgaði ekki skatta þegar hann svaraði ásökun Clinton á þann hátt að ríkið myndi hvort eð er sóa þeim í einhverja vitleysu.

Nú um helgina var sagt frá því að Gennifer Flowers, fyrrverandi ástkona Bill Clinton, yrði viðstödd kappræðurnar en ekkert sást til hennar í útsendingu CNN.

Fjölmiðlar keppast nú við að kanna staðhæfingar frambjóðendanna en nokkra fullyrðingar Trump hafa þegar verið hraktar. Hann sagðist til að mynda hafa fengið stuðningsyfirlýsingu frá ICE, opinberri stofnun sem styður ekki pólitíska frambjóðendur.Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína þegar kappræðunum lauk.
Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína þegar kappræðunum lauk. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...