Fórnarlamb ófrægingarherferðar

Donald Trump á kosningafundi í gær.
Donald Trump á kosningafundi í gær. AFP

Forsetaframbjóðandi bandaríska Repúblikanaflokksins, Donald Trump, hafnaði því í gær ásökunum kvenna sem hafa að undanförnu sakað hann um kynferðisofbeldi. Sagðist hann vera fórnarlamb ófrægingarherferðar sem væri stýrt af fjölmiðlum og pólitískum andstæðingum. 

Ein kvennanna, Summer Zervos, steig fram í gær og ásakaði Trump um að hafa farið með sig í einbýlishús í Los Angeles árið 2007, í stað þess að funda með sér um atvinnutilboð á hóteli í Beverly Hills, þar sem hann hefði káfað á henni og kysst hana gegn hennar vilja.

Kosningaskrifstofa Trumps sendi frá sér tilkynningu í gær þess efnis að Trump myndi varla eftir Zervos en hún var þátttakandi á sínum tíma í raunveruleikaþætti hans "The Apprentice". Ásökunum hennar var hafnað.

Síðar sama dag sendi skrifstofan út aðra tilkynningu frá manni að nafni John Barry sem sagður var náfrændi Zervos. Þar kom fram að Zervos hefði talað fallega um Trump árum saman. Gaf Barry í skyn að Zervos hafi verið reið yfir því að Trump skyldi ekki heimsækja veitingastað hennar í Kaliforníu í prófkjörsbaráttu hans.

„Lygar, lygar, lygar,“ sagði Trump á kosningafundi í Greensboro í Norður-Karólínu í gær um ásakanirnar. „Ég hef ekki hugmynd um það hvaða konur þetta eru.“

Varðandi ásakanir Jessicu Leeds, sem sakar Trump um að hafa káfað á sér þegar þau sátu saman í flugvél á 9. áratug síðustu aldar sagði hann: „Trúið mér, hún hefði ekki verið efst á blaði hjá mér, svo mikið get ég sagt ykkur.“ Uppskar hann hlátur frá áheyrendum.

Mótframbjóðandi Trumps, Hillary Clinton frambjóðandi Demókrataflokksins, sagði í gær að kosningabaráttan væri að verða sorgleg. „Ég hef alls enga ánægju af því sem er að gerast hinu megin hjá andstæðingi mínum,“ sagði hún á kosningafundi í borginni Seattle. 

„Ég er alls ekki ánægð með þetta. þetta skaðar lýðræðið okkar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...