Ljósmyndarinn Nilsson látinn

Lennart Nilsson ljósmyndari.
Lennart Nilsson ljósmyndari. AFP

Sænski ljósmyndarinn Lennart Nilsson er látinn, 94 ára að aldri. Þekktasta verk hans var ljósmyndabókin Barn verður til sem kom út árið 1965. Verkið seldist í milljónum eintaka en myndirnar sýna með einstökum hætti hvernig fóstur þroskast í móðurkviði.  

Hann notaði nýja tækni þegar hann tók myndir af blóði og æðum í mannslíkamanum á sjöunda áratug síðustu aldar. Nokkru eftir að bókin kom út kom í ljós að fóstrin sem hann myndaði voru látin. Upphaflega hélt fólk að um lifandi börn væri að ræða.

Þeir sem lögðust gegn fóstureyðingum notuðu myndir Nilsson og vísuðu til þeirra í baráttu sinni.

Nilsson var í miklu samstarfi við Karólinska-sjúkrahúsið í Svíþjóð og er þekktur fyrir verk sín á sviði læknavísindanna. Hans er minnst sem fyrsta ljósmyndarans sem festi AIDS-vírusinn á filmu og SARS-vírusinn sem hann gerði með nýrri tækni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...