Ætluðu að láta flugvél hrapa

Lögregla að störfum í Sydney í Ástralíu. Fjórir voru handteknir …
Lögregla að störfum í Sydney í Ástralíu. Fjórir voru handteknir í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við rannsókn málsins. AFP

Yfirvöld í Ástralíu hafa komið í veg fyrir hryðjuverkárás sem beinast átti gegn flugvél. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu.

Greint var frá því nú í kvöld að fjórir hefðu verið handteknir í húsleitum í Sydney.

„Ég get greint frá því að ... umfangsmikil aðgerð hefur verið í gangi til að koma í veg fyrir hryðjuverkaðgerð um að láta flugvél hrapa,“ sagði Turnbull við fréttamenn.

Í kjölfarið hafi öryggiseftirlit á alþjóða- og innanlandsflugvöllum í landinu verið aukið.

mbl.is