Aukið fylgi þrátt fyrir vantraust

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven.
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven. AFP

Fylgi þjóðernisflokksins Svíþjóðardemókratar dregst saman um 3,5% í nýrri skoðanakönnun og fellur flokkurinn úr öðru sæti yfir stjórnmálaflokka sem njóta mest fylgis í Svíþjóð í það þriðja. Flokkurinn fengi 16,6% atkvæða ef gengið yrði til þingkosninga nú segir í könnun sem birt er í Expressen og unnin af Demoskops.

Hægriflokkurinn Moderaterna er með 17,2% sem er aukning um 1,5% og Jafnaðarmannaflokkurinn er með 28,4% fylgi, sem er aukning um 1,4% frá síðustu könnun. Græningjar, sem einnig sitja í ríkisstjórn með jafnaðarmönnum er með 4,4%. Tveir ráðherrar í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins létu af embætti í lok júlí eftir að stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillögu gegn þeim og varnarmálaráðherranum Peter Hultquist Ráðherrarnir tveir sögðu af sér vegna frétta um að tæknimenn fyrirtækja í öðrum löndum hefðu haft aðgang að tölvugögnum um milljónir Svía og sænskum ríkisleyndarmálum.

Fjórir borgaralegir flokkar ákváðu í júlí að leggja fram vantrauststillöguna gegn ráðherrunum þremur með stuðningi þjóðernisflokksins Svíþjóðardemókratanna. Borgaralegu flokkarnir fjórir – Hægriflokkurinn (Moderatarna), Miðflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Kristilegir demókratar – sögðust vera tilbúnir að mynda nýja ríkisstjórn. Anni Lööf, leiðtogi Miðflokksins, hefur þó sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með Svíþjóðardemókrötunum.

Frétt Expressen 

mbl.is
Citroen c5 station 2008 til sölu
Vel með farin C5 station til sölu .skoðaður 19. nagladekk. óryðgaður. skipti mög...
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...
Volvo V70 1998 CROSS COUNTRY 4X4
Prútta ekki neitt með þetta verð. þarf að skipta um eina legu. xenon ljós. er á ...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....