Trump varaður við

AFP

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur varað Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að gangast einhliða við því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Macron er ekki sá eini sem hefur varað Trump við því svipaðar viðvaranir hafa  komið frá nokkrum leiðtogum arabaríkja og múslíma.

Macron segir að allar slíkar ákvarðanir varðandi stöðu borgarinnar verði að vera innan viðræðna á milli Ísraela og Palestínumanna. Fréttir herma að Trump ætli að staðfesta í vikunni að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael en bæði Ísraelar og Palestínumenn segja borgina sína höfuðborg.

Bandaríska forsetaembættið greindi frá því í gær að Trump myndi ekki ná að skrifa undir afsal um flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem. Talsmaður forsetans, Hogan Gidley, segir að forsetinn hafi talað skýrt í þessu máli og að sendiráðið verði flutt þetta sé aðeins spurning um hvenær.

Allir forsetar Bandaríkjanna, þar á meðal Trump, hafa skrifað undir frestun frá því Bandaríkjaþing samþykkti árið 1995 að sendiráðið yrði flutt.

Staða Jerúsalem er í raun þungamiðjan í átökum Ísraela og Palestínumanna. Í borginni er að finna helga staði gyðinga, múslíma og kristinna, einum í austurhluta borgarinnar. Ísraelar hertóku svæðið árið 1967 í átökum í Miðausturlöndum og segja hana óumdeilanlega höfuðborg landsins.  Palestínumenn segja aftur á móti að Austur-Jerúsalem sé höfuðborg framtíðarríkis Palestínumanna og samkvæmt friðarsamkomulagi Ísraela og Palestínumanna frá árinu 1993 kemur fram að staða borgarinnar verði rædd á síðari stigum friðarviðræðna.

Yfirráð Ísraela yfir Jerúsalem hafa aldrei verið staðfest alþjóðlega og öll ríki, þar á meðal nánasti bandamaður Ísrael, Bandaríkin, hafa haldið sendiráðum sínum áfram í Tel Aviv.

Frá árinu 1967 hafa Ísraela byggt heimili fyrir um 200 þúsund gyðinga í Austur-Jerúsalem. Byggðirnar eru álitnar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum en Ísraelar láta það sig engu varða.

Ef Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael þá verða þau að skjön við önnur ríki og um leið viðurkenna Bandaríkjamenn rétt byggða Ísraela í austurhluta borgarinnar.

Í gær sögu yfirvöld í Sádi-Arabíu að flutningur sendiráðsins áður en búið er að ná samkomulagi milli Ísraela og Palestínu myndi hafa skaðleg áhrif á friðarviðræður. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hvetur leiðtoga heimsins til þess að mótmæla enda geti þetta eyðilagt friðarviðræðurnar. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...