Loftmengun skaðar heila ungra barna

Ástandið er verst í Suður-Asíu þar sem rúmlega 12 milljónir ...
Ástandið er verst í Suður-Asíu þar sem rúmlega 12 milljónir ungbarna búa á svæðum þar sem mengunin er sex sinnum yfir öryggismörkum. AFP

Sautján milljónir barna undir eins árs aldri anda að sér menguðu lofti sem stefnir heilaþroska þeirra í hættu samkvæmt skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Ástandið er verst í Suður-Asíu þar sem rúmlega 12 milljónir ungbarna búa á svæðum þar sem mengunin er sex sinnum yfir öryggismörkum. Fjórar milljónir barna í austurhluta Asíu og á Kyrrahafssvæðinu eru einnig sagðar í hættu.

BBC fjallar um skýrsluna, en þar kemur fram að innöndum á örsmáum mengunar ögnum geti leitt til skemmda á heilavef sem dragi úr vitsmunaþroska. Þá séu tengsl milli málfarsþroska, greindarvísitölu og minnis, lægri einkunna, meðaleinkunnar skóla og taugatengdra hegðunarvandamála.

Áhrifin eru varanleg, að því er fram kemur í skýrslunni.

Götumynd frá Delhi á Indlandi, sýnir mann með grímu fyrir ...
Götumynd frá Delhi á Indlandi, sýnir mann með grímu fyrir vitum sér er hann ber ungbarn um borgina. UNICEF segir 17 milljónir barna undir eins árs aldri anda að sér menguðu lofti sem stefnir heilaþroska þeirra í hættu. AFP

Börn séu ekki á ferðinni er mengunin er hvað mest

„Eftir því sem sífellt stærri hluti heimsins verður þéttbýll og ekki er gripið til viðeigandi varnaraðgerða eða aðgerða til að draga úr mengun því fleiri börn verða í hættu á komandi árum,“ segir UNICEF.

Hvetja samtökin til aukinnar notkunar á andlitsgrímum og lofthreinsikerfum, sem og þess að börn verði ekki látinn vera á ferðinni er loftmengun er í hámarki.

Það rataði í fréttirnar í síðasta mánuði er mikið mengunarský lagðist yfir Delhi, höfuðborg Indlands, og hafði æðsti ráðherra borgarinnar Arvind Kejriwal það að orði a borgin væri orðin að „gasklefa“. Var nokkrum skólum í borginni lokað á meðan að mengunarskýið lá þar yfir, en borgaryfirvöld mættu engu að síður umtalsverðri gagnrýni foreldra er skólar opnuðu aftur fyrir að hafa litlar áhyggjur af heilsu barna.

Þá eru krikketleikmenn sem tóku þátt í landsleik Indlands og Sri Lanka í Delhi á meðan að mengunin var hvað verst, sagðir hafa kastað upp á vellinum.

Í norðurhluta Kína er talið að loftmengun stytti líf íbúa um þrjú ár að meðaltali og hafa stjórnvöld þar hert reglugerðir um útblástur frá fyrirtækjum. Þarlendir fjölmiðlar hafa þó bent á að reglulega sé horft fram hjá slíkum reglum.

Gervihnattamyndir sem voru notaðar til að vinna skýrsluna benda þá til þess að lofmengun sé vaxandi vandamál í borgum í Afríku.

Þá bendir rannsókn sem unnin var af vísindamönnum við sjúkrahús í London til þess að loftmengun í borginni leiði til lægri fæðingarþyngdar, hærra hlutfalls ungbarnadauða og aukinn líkinda á sjúkdómum síðar á lífsleiðinni.

mbl.is
Bækur til sölu
Bækur til sölu Stjórnartíðindi 1885-2000, 130 bækur, Almanak Þjóðvinafélags-ins ...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...