Segir eftirmál verða af mótmælunum

Frá mótmælum í Íran.
Frá mótmælum í Íran. AFP

Innanríkisráðherra Írans hefur biðlað til írönsku þjóðarinnar um að forðast „ólöglegar samkomur“ eftir tvo daga af mótmælum gegn klerkastjórninni og efnahagslegum vandamálum.

„Við hvetjum alla þá sem fá boð um að mótmlæa um að taka ekki þátt í þessum ólöglegu samkomum, það mun skapa vandamál fyrir þá sem taka þátt í þeim og aðra ríkisborgara,“ hefur ISNA-fréttaveitan eftir Abdorlahman Rahmani Fazli.

Upp­runa­leg ástæða mót­mæl­anna er al­menn­ar verðhækk­an­ir. Stjórn for­set­ans, Hass­ans Rou­hanis, hef­ur til að mynda tvö­faldað verð á eggj­um. Nú hafa mót­mæl­in stig­magn­ast í fjölda­mótmæli gegn klerka­stjórn­inni og stefnu stjórn­valda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert