Skjaldbökurnar stjarfar í kuldanum

Skjaldbökurnar undan ströndum Flórída og Texas eru ekki vanar svo ...
Skjaldbökurnar undan ströndum Flórída og Texas eru ekki vanar svo miklum kulda. AFP

Vetrarhörkurnar í Bandaríkjunum hafa haft mikil áhrif á margar dýrategundir. Þannig er talað um að skjaldbökurnar undan ströndum Flórída og Texas séu stjarfar af kulda. Starfsmenn banda­rísku Haf- og lofts­lags­stofn­un­arinnar, NOAA, hafa unnið að björgun tuga þeirra við Texas og sömu sögu er að segja frá norðvesturhluta Flórída. 

Skjaldbökurnar eru taldar eiga á hættu að fá lungnabólgu og auk þess missa þær sundfærni sína í kuldanum og eru þar með í meiri hættu á að verða fyrir bátum.

Skjaldbökurnar eru fluttar til og í hlýrri sjó eða upp á land þaðan sem þeim verður sleppt er hitastigið hækkar. „Dýrin eru skoðuð af dýralækni og þau merkt sett í hlýtt vatn. Við búumst við því að sleppa meirihluta þeirra í Mexíkóflóa á næstu dögum,“ segir Secret Holmes-Douglas, starfsmaður samtakanna Gulf World.

Þá hafa margar fréttir borist af því að eðlur hafi eins og misst meðvitund í kuldanum og jafnvel fallið margra metra úr felustöðum sínum af þeim sökum. 

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Útsala
Bókaútsala Mikið magn bóka á 500 kr. stk. Aðrar bækur með 25% afslætti Hjá Þorva...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...