Allir heimsins peningar

Mark Wahlberg, Charlie Plummer, Michelle Williams og Ridley Scott á …
Mark Wahlberg, Charlie Plummer, Michelle Williams og Ridley Scott á frumsýningu All The Money In The World í síðasta mánuði. AFP

Leikstjórinn Ridley Scott og allir aðrir sem koma að gerð kvikmyndarinnar All the Money in the World hafa fengið mikið lof fyrir að leggja í það þrekvirki að taka upp að nýju öll atriði myndarinnar þar sem Kevin Spacey kom fram aðeins sex vikum fyrir frumsýningu. Nú fer hins vegar minna fyrir lofinu þar sem í ljós hefur komið að Mark Wahlberg fékk 1500 sinnum hærri fjárhæð greidda fyrir leik sinn við endurtökur en Michelle Williams. Fjallað er um málið í fjölmörgum fjölmiðlum. Þar á meðal Time og Guardian.

Eftir að Kevin Spacey var ítrekaður sakaður um kynferðislega áreitni var ákveðið, þrátt fyrir að tökum á myndinni væri lokið, að klippa hann út úr myndinni og fá Christopher Plummer í hans stað í hlutverk ríkasta manns heims, Johns Pauls Gettys. Myndin fjallar um það þegar John Paul Getty III, barnabarni Getty, var rænt. 

Lífs­hlaup Johns Pauls Gettys III, sem lést árið 2011, var þyrn­um stráð. Á ung­lings­aldri var hon­um rænt í Róm á Ítal­íu árið 1973 af glæpa­gengi sem lim­lesti hann og píndi, skar m.a. af hon­um annað eyrað. Mann­ræn­ingj­ar fóru fram á him­in­hátt lausn­ar­gjald en upp komu deil­ur inn­an Getty-fjöl­skyld­unn­ar um hvort greiða ætti gjaldið eða ekki, taldi af­inn t.d. að um svik hefði verið að ræða.

Michelle Williams.
Michelle Williams. AFP

Á end­an­um var gjaldið þó greitt, um þrjár millj­ón­ir doll­ara, eft­ir að fjöl­skyld­unni hafði borist eyra drengs­ins í pósti. Herm­ir sag­an að af­inn hafi ekki viljað taka sím­ann þegar son­ar­son­ur hans hringdi til að þakka hon­um fyr­ir líf­gjöf­ina. Mót­lætið hélt áfram. Um 1980 fékk Getty þriðji slag, sem rakið var til fíkni­efna­notk­un­ar, og lamaðist hann að hluta. 

Endurtökur tóku rúma viku og kostuðu 10 milljónir dollara en Scott hefur haldið því fram í viðtölum að þeir sem tóku þátt í endurupptökunum hafi gert það endurgjaldslaust.

Washington Post greindi frá því í nóvember að stjörnurnar tvær, Wahlberg og Williams, hefðu deilt um laun en síðan hafa ekki borist af því frekari fregnir fyrr en í gær þegar USAToday greindi frá því að Wahlberg hefði fengið 1,5 milljónir dollara fyrir hlutverkið en Williams, sem meðal annars var tilnefnd til Golden Globe fyrir leik í myndinni, fékk innan við þúsund dollara fyrir tökurnar í vetur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert