Klappstýrur Norður-Kóreu mættar

Norður-kóreskar klappstýrur eru mættar í ólympíuþorpið í Pyeongchang í Suður-Kóreu vegna Vetrarólympíuleikanna sem verða settir á morgun.

Klappstýrurnar, sem eru 229 talsins, hafa vakið mikla athygli, meðal annars fyrir klæðnað sinn. 

Talið er að þær hafi gengið í gegnum strangt inntökuferli áður en þær voru valdar til starfans og að skoðaður hafi verið bakgrunnur þeirra, útlit, hæfileikar og hollusta við stjórnvöld í Norður-Kóreu.

Klappstýrurnar mættar til Suður-Kóreu.
Klappstýrurnar mættar til Suður-Kóreu. AFP

Norður- og Suður-Kórea munu koma fram undir sama fánanum á Vetrarólympíuleikunum. Ríkin munu einnig senda sameiginlegt lið í íshokkíkvenna.

Klappstýrurnar spila við athöfn sem var haldin í morgun til …
Klappstýrurnar spila við athöfn sem var haldin í morgun til að taka á móti norðurkóreska ólympíuliðinu í Suður-Kóreu. AFP

Norður- og Suður-Kórea hafa áður gengið sam­an inn á opn­un­ar­hátíð Ólymp­íu­leika. Þau gerðu það fyr­ir leik­ana árið 200, 2004 og vetr­ar­leik­ana árið 2006.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert