Söguleg heimsókn í Suður-Kóreu

Systir leiðtoga Norður-Kóreu, Kims Jong-un, lenti í Suður-Kóreu í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur úr fjölskyldu Kims heimsækir landið síðan í Kóreustríðinu.

Kim Yo-jong er hluti af sendinefnd sem Kim Yong-nam, forseti norðurkóreska þingsins, leiðir og er mætt til Suður-Kóreu vegna Vetrarólympíuleikanna sem verða settir í dag.

Flugvél þeirra lenti á Nicheton-flugvellinum, skammt frá Seúl, í morgun.

Kim Yo-jong á Incheon-flugvellinum vestur af Seúl í Suður-Kóreu.
Kim Yo-jong á Incheon-flugvellinum vestur af Seúl í Suður-Kóreu. AFP

Síðasta skyldmenni Kims til að stíga fæti í Seúl var afi hennar, Kim Il-sung, eftir að hersveitir hans réðust inn í borgina árið 1950.

Þremur árum síðar lauk átökunum á milli norðurs og suðurs með vopnahléi og skiptust löndin í framhaldinu upp í tvo hluta.

Suðurkóreski ráðherrann Cho Myoung-gyon tekur á móti Kim Yong-nam, norðurkóreskum …
Suðurkóreski ráðherrann Cho Myoung-gyon tekur á móti Kim Yong-nam, norðurkóreskum ráðamanni, og Kim Yo-jong. AFP

Kim Yo-jong var brosmild og virtist afslöppuð er hún kom inn í flugstöðina, umkringd fjórum öryggisvörðum.

Kim Yong-nam mun hitta Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í dag áður en opnunarathöfn Vetrarólympíuleikanna verður haldin.

Mikil öryggisgæsla var á flugvellinum.
Mikil öryggisgæsla var á flugvellinum. AFP

Bandaríkjamenn og Japanar, auk Sameinuðu þjóðanna, hafa gagnrýnt stjórnvöld í Norður-Kóreu harðlega fyrir kjarnorkutilraunir sínar og eldflaugaskot. 

AFP
Kim Yo-jong.
Kim Yo-jong. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert