Foreldrar Wall eru í réttarsalnum

Jakob Buch-Jepsen saksóknari.
Jakob Buch-Jepsen saksóknari. AFP

Peter Madsen neitar því að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbát hans í ágúst í fyrra. Réttarhöld yfir Madsen hófust í Kaupmannahöfn í morgun. Madsen játar fyrir dómi að hafa sagað útlimi af Wall en neitar því að hafa beitt blaðakon­una grófu kyn­ferðis­legu of­beldi. 

Jakob Buch-Jepsen saksóknari hóf mál sitt í morgun á því að fara yfir sex ákæruliði og tók fram að fjölskylda Wall fari fram á miskabætur en foreldrar hennar eru í réttarsalnum. Madsen neitar sök í fjórum ákæruliðum.

Betina Hald Engmark, lögmaður Peter Madsen, í Kaupmannahöfn í morgun.
Betina Hald Engmark, lögmaður Peter Madsen, í Kaupmannahöfn í morgun. AFP

Madsen var úrskurðaður í gæsluvarðhald 12. ágúst, sólarhring eftir að Wall sigildi með honum rétt fyrir utan Kaupmannahöfn vegna viðtals sem hún átti að taka við hann. Madsen hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en hann er ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana.

Réttarhöldin hófust hálf níu í morgun að íslenskum tíma en gert er ráð fyrir því að málflutningur saksóknara taki tvær klukkustundir. Eftir það vitnar Madsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert