Óvíst hvort Madsen tjáir sig við réttinn

Betina Hald Engmark, verjandi Peter Madsen.
Betina Hald Engmark, verjandi Peter Madsen. AFP

„Þið eigið að gleyma öllu sem hefur komið fram í málinu hingað til,“ sagði Bet­ina Hald Eng­mark, verjandi Peter Madsen, þegar hún hóf sinn málflutning. Madsen er ákærður fyrir að hafa myrt Kim Wall en Engmark sagði að það eina sem skipti máli væri það sem hún segði.

Engmark leggur áherslu á það í málflutningi sínum að saksóknari geti ekki sagt til um það nákvæmlega hvernig Kim Wall lét lífið. Saksóknari sagði fyrr í morgun að ljóst væri að höfuð hennar hefði verið höggvið af búknum og sönnunargögn bendi til þess að hún hafi líka verið kyrkt.

Engmark segir að fordæmi séu fyrir því að sýkna í málum þar sem ekki sé vitað nákvæmlega hver dánarorsök hafi verið.

Þegar Engmark lauk máli sínu var gert hlé á réttarhöldum. Samkvæmt blaðamanni danska ríkisútvarpsins á Madsen að tjá sig að hléi loknu en óvíst er hvort hann geri það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert