Í lífshættu eftir skotárás

Ullevål sjúkrahúsið.
Ullevål sjúkrahúsið. Vefur Ullevål sjúkrahússins

Maður er í lífshættu eftir skotárás í bílakjallara við  Seterbråtveien í úthverfi Óslóar, Bjørndal. Árásin átti sér stað snemma í morgun að sögn lögreglu.

Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn meðvitundarlaus og var hann fluttur með hraði á Ullevål sjúkrahúsið, segir varðstjóri í lögreglunni, Brian Skotnes, í samtali við Aftenposten

Lögreglan telur að maðurinn hafi ekki legið lengi þarna þegar lögregla kom á vettvang.  Áverkar mannsins eru eftir skotvopn en einnig er hann með fleiri áverka að sögn lögreglu. 

Í nótt hafði lögreglan afskipti af þremur mönnum þar sem skotvopnum hafði verið beitt í Lambertseter. Enginn særðist. Ekki er vitað hvort tengsl eru á milli málanna en það er eitt af því sem lögreglan rannsakar, samkvæmt frétt Aftenposten. 

Maðurinn er búsettur í nágrenni þess staðar þar sem hann fannst og var hann með erlend persónuskilríki á sér þegar hann fannst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 23/7...