Sendifulltrúi N-Kóreu á leið til Finnlands

Frá höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang.
Frá höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. AFP

Háttsettur sendifulltrúi Norður-Kóreu sem sér um málefni Norður-Ameríku þar í landi er á leið til Finnlands til að funda með Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreu. ABC greinir frá.

Ferð Choe Kang-il til Finnlands er undanfari mögulegs fundar Donalds Trump Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un.

Suðurkóreski fjölmiðillinn Yonhap greindi frá því að sést hefði til Choe á flugvelli í Peking í dag, sunnudag, áður en hann steig upp í flugvél á leið til Finnlands. Í umfjöllun miðilsins kom einnig fram að samkvæmt heimildum þeirra myndi Choe taka þátt í fundi með fyrrverandi sendifulltrúum Bandaríkjanna, þ.á m. Kathleen Stephens, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, og suðurkóreskum öryggismálasérfræðingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert