Táknrænar aðgerðir hjá Kínverjum

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Vaxandi spenna er í samskiptum Bandaríkjanna og Kína í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta að verja innlenda framleiðslu á ákveðnum sviðum með tollum. Hins vegar hefur ekki enn brotist út eiginlegt viðskiptastríð á milli ríkjanna samkvæmt frétt AFP þar sem deilan snýr enn að tiltölulega fáum vörutegundum.

Kínverjar tilkynntu í dag að tollar yrðu lagðir á 128 bandarískar vörur sem svar við ákvörðun Trumps um að leggja 25% innflutningstolla á stál og 10% á innflutt ál. Bandarísk stjórnvöld beindu ákvörðunum sínum einkum að Kína sem hefur flutt út mikið magn af þessum málum en þær bitna einnig á bandamönnum Bandaríkjanna.

Fyrir vikið ákvað Trumo að veita nokkrum bandamönnum Bandaríkjanna undanþágur eins og Mexíkó og Kanada sem framleiða mikið af stáli og áli. Trump hefur ítrekað sakað Kínverja um óheiðarlega viðskiptahætti sem hann segir að skaði hagsmuni bandarískra fyrirtækja og auki á viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart Kína.

Hins vegar hefur verið bent á að innan við 3% af innflutningi til Bandaríkjanna á stáli komi frá Kína. Kínversk stjórnvöld brugðust við með því að beina spjótum sínum að bandarísku svínakjöti, endurunnu áli, hnetum, ávöxtum og víni. Hins vegar hefur enn verið sneitt hjá viðkvæmari vörum eins og sojabaunum og flugvélum.

Haft er eftir Monica de Bolle, sérfræðingi hjá Peterson Institute for International Economics, að aðgerðir Kínverja til þessa væru fyrst og fremst táknrænar. Þeir hafi enn sem komið er ekki gripið til aðgerða vegna varnings sem virkilega skipti Bandaríkjamenn máli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Toyota Rav4 2005. Skoðaður 2020
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3901197 RAV4 6/2005 SJÁ...
Skíði á Akureyri - Dalvík ?
Til leigu lítið sumarhús, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljósleiðari, útisturta, 10...
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunahúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst v...