Öryggisráð SÞ kemur saman í dag

Frá höfuðstöðvum Öryggisráðs SÞ í New York.
Frá höfuðstöðvum Öryggisráðs SÞ í New York. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag kl 15 að íslenskum tíma vegna loftárása herja Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands á borgirnar Damaskus og Homs í nótt.

Árásirnar beindust að stöðum þar sem talið er að Sýrlandsher geymi efnavopn sín og voru gerðar í kjölfar efnavopnaárásar sem gerð var í borginni Douma í Sýrlandi um síðustu helgi og talin er vera á ábyrgð stjórnarhersins í Sýrlandi.

Fundurinn er haldinn að beiðni rússneskra stjórnvalda sem fóru fram á neyðarfund í kjölfar árásanna. Í yfirlýsingu stjórnvaldanna í morgun segir að árásin hafi verið gerð á fullvalda ríki „án heim­ild­ar Örygg­is­ráðsins og í trássi við alþjóðalög.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert