Þrettán tyrkneskir blaðamenn sakfelldir

Réttarhöld hafa farið fram yfir blaðamönnum tyrkneska dagblaðsins Cumhuriyet í …
Réttarhöld hafa farið fram yfir blaðamönnum tyrkneska dagblaðsins Cumhuriyet í Istanbúl síðustu daga. AFP

Dómstóll í Istanbúl sakfelldi í dag þrettán blaðamenn tyrk­neska stjórn­ar­and­stöðublaðsins Cumhuriyet fyrir að hafa aðstoðað bönnuð hryðjuverkasamtök í landinu. Þrír blaðamenn voru sýknaðir.

Dómunum yfir blaðamönnunum þrettán var áfrýjað og eru þeir allir frjálsir ferða sinna. Dómari úrskurðaði einnig að Akin Atalay, útgefandi Cumhuriyer, yrði látinn laus. Hann hefur setið í fangelsi í rúmlega fimm hundruð daga.

Frelsi fjölmiðla í landinu hefur verið í deiglunni og haft er eftir fréttaritara AFP að litið sé á málsmeðferð blaðamannanna sem prófstein á fjölmiðlafrelsi í Tyrklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert