Madsen áfrýjar lengd dómsins

Peter Madsen og Kim Wall á samsettri mynd.
Peter Madsen og Kim Wall á samsettri mynd.

Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt blaðamanninn Kim Wall, hefur áfrýjað lengd dómsins.

Hann hefur ekki áfrýjað úrskurðinum um að hann sé sekur. Simon Gosvig, talsmaður embættis saksóknara í Danmörku greindi frá þessu.

Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi 25. apríl fyrir að hafa myrt hina þrítugu Wall, bútað lík hennar í sundur og hent líkamshlutunum í sjóinn í ágúst í fyrra.

Madsen játaði að hafa sett líkamshlutana í plastpoka og kastað í sjóinn en hélt því fram að hún hefði dáið af slysförum.

mbl.is
Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best, at...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...