Rannsakað sem hryðjuverk

AFP

Árásarmaðurinn í París kallaði Allah Akbar( Guð er mikill) þegar hann réðst á vegfarendur í miðborg Parísar í kvöld. Einn lést í árásinni og fjórir særðust. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu. Þetta kom fram í máli saksóknarans í París, François Molins, þegar hann ræddi við fréttamenn í kvöld. Tveir þeirra sem særðust eru alvarlega særðir en tveir minna. 

Gríðarleg ringulreið skapaðist þegar maðurinn réðst á fólkið skammt frá Garnier Óperunni í öðru hverfi en árásin var gerð við rue Monsigny um níu leytið í kvöld. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk og hafa vígasamtökin Ríki íslams lýst ábyrgð á árásinni. Þetta kemur fram á vef SITE. Þar kemur fram að sá sem framdi árásina sé hermaður Ríkis íslams.

AFP

BFM sjónvarpsstöðin ræddi við veitingahúsagest við götuna sem sagði að ung kona hafi verið við innganginn á veitingastaðnum þegar maðurinn kom aðvífandi og réðst á hana með hnífi. Vinur hennar kom henni til aðstoðar og flúði þá árásarmaðurinn af vettvangi yfir á næstu götu. Sá sem lést í árásinni var 29 ára gamall maður, segir í frétt Le Parisien. 

Borgarstjórinn í París Anne Hidalgo er á vettvangi.
Borgarstjórinn í París Anne Hidalgo er á vettvangi. AFP

Lögreglan hefur girt af stórt svæði í kringum Óperuna og hefur meðal annars neðanjarðarlestarstöðinni Quatre Septembre verið lokað tímabundið. Þau sem særðust í árásinni voru öll flutt á  Georges-Pompidou sjúkrahúsið. 

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að enn einu sinni þurfi Frakkar að greiða fyrir með blóði en alls hafa 245 dáið í árásum vígamanna í landinu á síðustu þremur árum.

Frétt

AFP
mbl.is
HARMÓNIKUHURÐIR _ ÁLBRAUTIR OG LEGUHJÓL
Getum núna skaffað allar hurðirnar með álbrautum og leguhjólum. Smíðum eftir mál...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...