Mál Madsens tekið fyrir í september

Bettina Hald Engmark, verjandi Madsens.
Bettina Hald Engmark, verjandi Madsens. AFP

Mál danska uppfinningamannsins Peters Madsen, sem sakfelldur var í héraðsdómi í Kaupmannahöfn í Danmörku 25. apríl fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, verður tekið fyrir í yfirrétti í borginni í september en hann hefur áfrýjað málinu.

Madsen áfrýjaði ekki dóminum fyrir að hafa myrt Wall heldur einungis lengd hans, lífstíðarfangelsi. Fram kemur í frétt AFP að málið verði tekið fyrir dagana 5., 12. og 14. september. Verjandi Madsens hefur sagt að það beri ekki að skilja það sem játningu að hann skuli aðeins áfrýja lengd dómsins en ekki dómnum um sekt hans.

„Þetta þýðir að hann viðurkennir að dómurinn hefur dæmt hann sekan og að hann þurfi að lifa með því vegna þess að hann hefur ákveðið að berjast ekki lengur. Hann hefur ekki orku í það,“ er haft eftir verjanda hans, Betinu Hald Engmark.

Lífstíðarfangelsi er allajafna um 16 ár í Danmörku en Madsen gæti þó verið haldið í fangelsi alla ævi. Hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt Wall, bútað í sundur lík hennar og varpað því í hafið eftir að hún fór með honum í sjóferð á kafbáti sem hann hafði smíðað.

mbl.is
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Stefán Þórðarson 659 5648 stebbi_75@hotmail.com...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140,.
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140. Verð 4000. Upplýsingar í síma 6942326 eða...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....