Weinstein laus gegn tryggingu

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið leystur úr haldi lögreglu gegn milljón dollara tryggingu, en hann var fyrr í dag handtekinn og ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot gegn tveimur konum. BBC greinir frá.

Weinstein gaf sig sjálfur fram við lögreglu í morgun, en hann var svo fluttur fyrir dómara þar sem ákvörðun var tekin um að hann væri laus gegn tryggingu.

Joan Illuzzi saksóknari sagði kvikmyndaframleiðandann hafa notað stöðu sína, peninga og völd til að lokka konur í aðstæður þar sem hann gat brotið á þeim kynferðislega.

Ben Brafman, lögmaður Weinstein, ræddi við fréttamenn, fyrir utan dómshúsið og sagði að skjólstæðingur sinn myndi lýsa yfir sakleysi sínu.

„Við ætlum okkur að vinna mjög hratt og örugglega í því að fá þessar ákærur felldar niður. Við teljum að það sé stjórnarskrárlegur galli á þeim. Við teljum að þær séu raunverulega ekki studdar af sönnunargögnum,“ sagði Brafman.

Ákær­ur á hend­ur Wein­stein hafa ekki verið gerðar op­in­ber­ar en New York Times grein­ir frá því að ein sé vegna ásak­ana leik­kon­unn­ar Lucia Evans sem kærði hann fyr­ir kyn­ferðis­brot. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort um fleiri en eina ákæru er að ræða en lög­regl­an í New York hef­ur einnig haft til rann­sókn­ar nauðgun­ar­kæru sem leik­kon­an Paz de la Hu­erta lagði fram á hend­ur hon­um. Fyrr í þess­um mánuði lagði Net­flix-fram­leiðand­inn Al­ex­andra Canosa einnig fram gögn í máli á hend­ur hon­um fyr­ir nauðgun og kyn­ferðis­lega áreitni.

Tug­ir kvenna í kvik­mynda­brans­an­um hafa sakað Wein­stein um kyn­ferðisof­beldi, þar á meðal nauðgan­ir, en ásak­an­irn­ar hrundu af stað #met­oo-her­ferðinni. Sjálf­ur hef­ur hann alltaf neitað þess­um ásök­un­um.

Weinstein var færður fyrir dómara og leystur úr haldi gegn …
Weinstein var færður fyrir dómara og leystur úr haldi gegn milljón dollara tryggingu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert