Skipstjóri handtekinn eftir mannskætt sjóslys

Ættingjar farþega bíða örvæntingarfullir frétta.
Ættingjar farþega bíða örvæntingarfullir frétta. AFP

Lögregluyfirvöld í Indónesíu hafa nú handtekið skipstjóra ferjunnar sem sökk fyrr í vikunni í Tobavatni á Samatraeyju. Skipstjórinn, Tu Sagala, var einn af einungis átján farþegum sem björguðust eftir að ferjan sökk á mánudag.

Tæplega 200 farþega er enn saknað en ólíklegt er að einhverjir eftirlifendur séu í hópnum. Óttast er að þorri þeirra farþega sem saknað er hafi sokkið með skipinu, en Tobavatn er 450 metra djúpt. Ferjan hafði einungis leyfi til að sigla með 60 manns.

Lögreglan segist enn eiga eftir að yfirheyra skipstjórann, sem er líka talinn vera eigandi ferjunnar, þar sem hann er enn í áfalli og ekki til viðtals. 

Leit björgunaraðila að farþegum er enn í fullum gangi, en kafarar reyna nú að staðsetja skipið á botni vatnsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert