„Hverjum hefði dottið það í hug?“

Pútín og Trump funda í Helsinki eftir helgi.
Pútín og Trump funda í Helsinki eftir helgi. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að fundur hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, „gæti orðið auðveldasti hlutinn“. Trump er lagður af stað í ferð til Evrópu þar sem hann hittir leiðtoga ríkja Evrópusambandsins, fundar með Pútín í Helsinki og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í Bretlandi.

Trump lagði af stað snemma í morgun frá Washington áleiðis til Brussel þar sem leiðtogar 29 ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) vonast til að ná að sýna samstöðu en leiðtogafundur NATO hefst á morgun. Í morgun undirrituðu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, og helstu forsvarsmenn ESB, Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, samkomulag um nánari samvinnu á ýmsum sviðum.

Donald Trump ræddi við fréttamenn áður en hann flaug af ...
Donald Trump ræddi við fréttamenn áður en hann flaug af stað yfir Atlantshafið í morgun. AFP

„Í sannleika sagt þá gæti fundurinn með Pútín verið sá auðveldasti. Hverjum hefði dottið það í hug?“ sagði Trump þegar hann ræddi um Evrópuferð sína.

Hann hét því að láta ESB „ekki misnota sig“ en hann hefur sakað sambandið um treysta um of á Bandaríkin til að verja sig en á sama tíma hindri það innflutning frá Bandaríkjunum.

„Þetta verður svo sannarlega áhugavert með NATO. Bandalagið hefur ekki komið fram við okkur af sanngirni en ég held að við munum vinna úr því. Við borgum allt of mikið og NATO borgar allt of lítið,“ sagði Trump.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AFP

Fjölmiðlar beggja vegna Atlantshafs setja fundinn í samhengi við G7 í síðasta mánuði þar sem ekki náðist samkomulag milli Trump og annarra leiðtoga um tollamál. Bandaríkjaforseti neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu í lok þess fundar.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvatti Trump í morgun til að meta samherja sína að verðleikum. „Bandaríkin eiga ekki, og munu ekki eiga, betri bandamenn en Evrópusambandsríki,“ sagði Tusk.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, ræddi við fjölmiðlafólk í morgun.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, ræddi við fjölmiðlafólk í morgun. AFP

„Mig langar að ávarpa Trump en hann hefur gagnrýnt Evrópu nánast daglega í langan tíma. Metið samherja ykkar að verðleikum, þið eigið ekki það marga,“ sagði Tusk og minnti Trump á að evrópskir hermenn hefðu barist við hlið bandarískra í Afganistan eftir árásirnar 11. september.

Tusk sagði að vegna fundanna sem væru framundan hjá Trump væri ágætt að hafa þetta í huga. Eftir fundi með leiðtogum NATO og Bretlands funda Trump og Pútín í Helsinki 16. júlí.

mbl.is
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140,.
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140. Verð 4000. Upplýsingar í síma 6942326 eða...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
Útsala !!! Kommóða ofl..
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000.. ...