Gíslataka í verslun í Los Angeles

Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið karlmann sem lokaði sig inin í stórmarkaði og tók fjörutíu manns sem þar voru í gíslingu. Umsátur stóð við verslunina í um þrjár klukkustundir, að því er fram kemur í Twitter-færslu lögreglunnar. 

Í frétt BBC segir að fólk hafi reynt að flýja Trader Joe's-verslunina með því að stökkva út um glugga. Gíslatökumaðurinn skaut unga konu inni í versluninni og lést hún af sárum sínum.

Lögreglan hafði veitt manninum eftirför og hafði hann skotið á lögreglumenn. Hann ók bíl sínum svo á og hljóp í kjölfarið inn í verslunina. 

Eftirförin hófst eftir að maðurinn hafði skotið á tvær konur.

Maðurinn er sagður vera tæplega þrítugur. Hann gafst upp fyrir lögreglunni eftir samningaviðræður og var í kjölfarið handtekinn.

Börn voru meðal fólksins sem var inni í versluninni.

Starfsmaður Trader Joe's verslunarinnar leitar huggunar eftir að búið var …
Starfsmaður Trader Joe's verslunarinnar leitar huggunar eftir að búið var að handtaka gíslatökumanninn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert