Mátti neita handabandi

Sænskri konu hafa verið dæmdar miskabætur fyrir að hafa neitað að taka í hönd á manni sem hún var í atvinnuviðtali hjá. Í stað þess að taka í hönd hans lagði hún hönd í hjartastað. Neitunin batt enda á atvinnuviðtalið.

Farah Alhajeh, sem er 24 gömul og múslimi, var í viðtali um starf sem túlkur. Sá sem tók viðtalið er karl og neitun hennar byggði á trúarskoðunum. Hún sætti sig ekki við að vera synjað um starf af þeirri forsendu að hún tæki ekki í hönd á karlmanni og á það féllst félagsdómur og er fyrirtækinu gert að greiða henni 40 þúsund sænskar krónur, sem svarar til 476 þúsund íslenskra króna, í miskabætur.

Í sumum tilvikum reyna múslimar að forðast líkamlega snertingu við fólk af öðru kyni nema þeirra sem eru innan fjölskyldunnar. Í Svíþjóð og víðar í Evrópu er hefð fyrir því að taka í hönd fólks.

Jafnréttisstofa Svíþjóðar fór með mál Alahajeh og hefur BBC eftir fulltrúar stofunnar að dómarinn hafi tekið ákvörðun sína að teknu tilliti til þess að það væri réttur starfsmanns og umsækjenda að ráða því hvort hann tæki í hönd annarra. Mikilvægt sé að virða trúfrelsi sem varið er í lögum landsins.

Forsvarsmenn túlkaþjónustunnar sem er starfrækt í Uppsala vildu aftur á móti meina að starfsfólki þess væri gert að koma eins fram við karla og konur og gæti ekki leyft starfsfólki þess að neita að taka í höndina á viðskiptavinum á grundvelli kynferðis. Það var aftur á móti túlkun jafnréttisstofu að með því að leggja hönd í hjartastað hafi verið leið Alhajeh til að forðast mismunun. 

Félagsdómur taldi að réttur hennar til þess að neita að taka í höndina á manninum sé varinn af mannréttindasáttmála Evrópu. Töldu þrír af fimm dómurum að neitun hennar hefði engin áhrif á störf hennar sem túlks og samskipti við viðskiptavini. Tveir dómarar voru á öðru máli og greiddu sératkvæði.

Í viðtali við BBC segir Alhajeh að hún teldi mikilvægt að láta ekki undan þegar kæmi að því sem hún teldi sinn rétt. „Ég trúi á Guð, sem er sjaldgæft í Svíþjóð og ég á rétt á því að gera það svo lengi sem það sakar ekki aðra,“ segir hún.

„Í mínu heimalandi má ekki mismuna kynjunum og ég virði það. Það er þess vegna sem ég snerti ekki aðra, hvort sem viðkomandi er karl eða kona. Ég get farið eftir reglum trúar minnar og jafnframt fylgt reglum landsins sem ég bý í,“ bætir hún við.

Árið 2016 var í tekin ákvörðun um að leyfa tveimur drengjum sem eru múslimar að sleppa því að taka í hönd kvenkennara í skóla í Sviss. Áður hafði neitun þeirra vakið harðar deilur og umsóknarferli fjölskyldunnar um ríkisborgararétt stöðvað.

Í apríl var alsírskri konu neitað um franskan ríkisborgararétt eftir að hún neitaði að taka í hönd embættismanns við veitingu ríkisborgararéttar.

Frétt BBC

Frétt SVT

mbl.is
sérstök stofuklukka kopar sími 869-2798
klukka úr kopar stofuprýði á 25,000kr sími 869-2798...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...