Laus úr írönsku fangelsi í þrjá daga

Nazanin Zaghari-Ratcliffe og Richard Ratcliffe. Myndin er tekin á gamlárskvöld …
Nazanin Zaghari-Ratcliffe og Richard Ratcliffe. Myndin er tekin á gamlárskvöld 2011. Wikipedia/MrZeroPage

Nazanin Zaghari-Ratcliffe, bresk-írönsk kona sem hefur setið í fangelsi í Tehran, höfuðborg Írans, í rúm tvö ár fyrir uppreisnaráróður, hefur verið látin laus í þrjá daga.

Eiginmaður hennar greindi frá þessu í yfirlýsingu.

„Nazanin var veitt heimfararleyfi úr Evin-fangelsinu í morgun. Leyfið gildir í þrjá daga en lögmaður hennar vonast til að það verið framlengt,“ sagði Richard Ratcliffe, eiginmaður hennar.

Zaghari-Ratcliffe starfar fyr­ir fjöl­miðlafyr­ir­tækið Thom­son Reu­ters Foundati­on. Hún var hand­tek­in á alþjóðaflug­vell­in­um í Teher­an í apríl 2016 og í kjöl­farið dæmd í fimm ára fang­elsi fyr­ir upp­reisn­ar­áróður.

Hún hef­ur ávallt neitað sök. Dótt­ir þeirra hjóna, Gabriella, er þriggja ára og er í um­sjón móður­for­eldra sinna í Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert