„Alvarleg mistök voru gerð“

Shelby Sandberg og Jack Dorsey, talsmenn Facebook og Twitter, sátu …
Shelby Sandberg og Jack Dorsey, talsmenn Facebook og Twitter, sátu fyrir svörum öldungadeildarþingmanna. AFP

Talsmenn Facebook og Twitter hafa viðurkennt að miðlarnir hafi verið of lengi að koma í veg fyrir erlend áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Þetta kom fram í yfirheyrslum sem stóðu yfir í dag en talsmenn miðlanna voru yfirheyrðir af öldungadeild Bandaríkjaþings. Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

Staðhæfingar hafa verið uppi um að Rússar og aðrar persónur og leikendur hafi dreift falsfréttum og öðrum áróðri fyrir forsetakosningarnar árið 2016.

Framkvæmdastjóri Facebook, Sheryl Sandberg, viðurkenndi í yfirheyrslum að miðillinn hefði verið of lengi að bregðast við tilraunum til afskipta af forsetakosningunum. Jack Dorsey hjá  Twitter hefur sagt að vefurinn hafi verið illa búinn fyrir þær aðferðir sem kynnu að vera notaðar í kosningabaráttunni.

Í yfirheyrslunum voru talsmenn Facebook og Twitter spurðir af þingmönnum hvað þeir hygðust gera til að koma í veg fyrir að hægt væri að hafa afskipti af kosningum gegnum miðlana.  

Google sendi engan fulltrúa á staðinn eins og þetta auða …
Google sendi engan fulltrúa á staðinn eins og þetta auða sæti ber vott um. AFP

Google veldur vonbrigðum

Talsmenn Google mættu ekki til yfirheyrslu. Við byrjun hennar lýsti öldungadeildarþingmaðurinn og demókratinn Mark Warner yfir miklum vonbrigðum yfir því að „Google hafi valið að senda ekki háttsettan fulltrúa frá fyrirtækinu á staðinn“.

„Í ljósi liðinna atburða er augljóst að alvarleg mistök voru gerð, bæði af hálfu Facebook og Twitter. Framhleypnar árásir í kosningunum komu ykkur í opna skjöldu, rétt eins og stjórnvöldum. Jafnvel eftir kosningarnar voruð þið treg til að viðurkenna að vandamálið fyrirfyndist yfirhöfuð,“ sagði Mark Warner í yfirheyrslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert