Neitar sekt í 48 ára gömlu morðmáli

Cheryl Grimmer var þriggja ára er hún hvarf.
Cheryl Grimmer var þriggja ára er hún hvarf. Ljósmynd/Lögreglan í New South Wales

Karlmaður á sjötugsaldri neitaði í dag fyrir áströlskum dómstóli að hafa myrt smábarn sem hvarf í Ástralíu árið 1970. Cheryl Grimmer var þriggja ára er hún hvarf við sturtuaðstöðu á strönd í New South Wales og hefur ekkert spurst til hennar síðan, að því er BBC greinir frá.

Fjölskylda Cheryl hafði flutt frá Bretlandi til Ástralíu skömmu áður og hafði fjölskyldan skroppið saman á ströndina í Wollongong þegar hún hvarf.

Maður var ákærður fyrir morðið á Cheryl í mars á síðasta ári, en nafn hans er ekki gefið upp af því að hann var ekki orðinn 16 ára er hið meinta morð átti sér stað. Hann var handtekinn í Melbourne í mars í fyrra.

Umfangsmikil leit var gerð að Cheryl er hún hvarf en ekkert fannst sem benti til þess hvað hefði orðið af henni. Árið 2016 sagðist lögregla hins vegar hafa fengið nýjar vísbendingar.

Fjölskylda Cheryl hefur ítrekað lýst yfir vonbrigðum með að vita ekki hvað gerðist. „Mamma og pabbi dóu án þess að vita hvað gerðist og við viljum vita það áður en við förum líka,“ sagði bróðir Cheryl, Stephen Grimmer, árið 2016.

Lögreglumenn hafa hins vegar lýst yfir efasemdum um að lík Cheryl muni finnast úr þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...