384 látnir eftir skjálfta og flóð

Hryllingurinn blasir við alls staðar í borginni Palu á indónesísku eyjunni Sulawesi eftir harðan jarðskjálfta og flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið í gær. Staðfest er að 384 eru látnir og liggja lík eins og hráviði út allt. Óttast er að talan eigi eftir að hækka enn frekar.

Frá Palu á Sulawesi-eyju í dag.
Frá Palu á Sulawesi-eyju í dag. AFP

Sjúkrahúsin ráða engan veginn við ástandið því fleiri hundruð hafa leitað læknisaðstoðar frá því skjálftinn, sem mældist 7,5 stig, reið yfir fyrir tæpum sólarhring. Á eftir skjálftanum reið flóðbylgja yfir strönd eyjunnar og var ölduhæðin um 3 metrar. 

Hér er hrikalegt myndskeið á vef BBC frá borginni Palu

AFP

Ástandið er verst í Palu en alls búa um 350 þúsund manns í borginni. Flóðbylgjan skall á borginni og er enn verið að finna fólk látið á ströndinni. Sjúkraliðar reyna að gera að sárum fólks úti á götu þar sem sjúkrahús og heilsugæslustöðvar geta vart tekið við fleiri sjúklingum. 

AFP

Að sögn fréttamanns AFP er ástandið hræðilegt, fólk að leita að ættingjum og vinum, fólk ráfandi um með lík barna í höndunum. Fjölmörg hús hrundu í borginni og fór rafmagn af. Íbúarnir reyndu að flýja upp í hæðirnar en ekki tókst öllum að forða sér áður en flóðbylgjan skall á strönd borgarinnar.

 

 

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert