Tveir strákar drepnir á Gaza

Mohammed al-Houm, sem var 14 ára, var borinn til grafar.
Mohammed al-Houm, sem var 14 ára, var borinn til grafar. AFP

Fjöldi fólks fylgdi 12 ára og 14 ára strákum frá Palestínu til grafar en ísraelskir hermenn skutu sjö Palestínumenn til bana í gær. Auk þess skutu ísraelskir hermenn á meira en 90 mótmælendur.

Heilbrigðisráðuneyti Palestínu greinir frá því að tveir táningar, Nasser Mosabeh 12 ára og Mohammed al-Houm 14 ára, hafi verið skotnir til bana í gær. 

Ísraelski herinn hefur drepið 190 mótmælendur síðasta hálfa árið. Flestir þeirra hafa látist af skotsárum en einhverjir hafa látist af völdum sprenginga. Börn, sjúkraflutningafólk og blaðamenn hafa verið skotin. Einn ísraelskur hermaður hefur látið lífið.

Palestínu­menn hafa frá því 30. mars ít­rekað komið sam­an og kraf­ist þess að fá að snúa aft­ur til húsa sem þeir segj­ast hafa verið hrakt­ir frá í kjöl­far þess að Ísra­els­ríki var stofnað fyr­ir sjö­tíu árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert