Laumufarþegi stal senunni í veðurfréttum

Veðurfræðingurinn Susie Martin flutti veðurfréttir með 21 mánaðar gamlan son …
Veðurfræðingurinn Susie Martin flutti veðurfréttir með 21 mánaðar gamlan son sinn á bakinu, sem lét fara vel um sig. Ljósmynd/Facebook

Lítill laumufarþegi vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með veðurfræðingi Praedictix-veðurstofunnar flytja veðurfréttir í beinni útsendingu fyrir skömmu. 

„Í tilefni af alþjóðlegri „barnsburðarviku“ ákvað ég að taka aðstoðarmann minn með mér sem ætla að fara með okkur í gegnum veðurspána,“ sagði Susie Martin í upphafi veðurspárinnar. 

Alþjóðleg barnsburðarvika (e. International babywearing week) var haldin hátíðleg víða fyrstu vikuna í október og lét Martin ekki sitt eftir liggja. Tilgangur vikunnar er að vekja athygli á kostum þess að hafa börn sín nálægt líkama foreldranna, til dæmi með því að vefja þeim utan um sig eða bera í þar til gerðum burðarpokum eða -stólum.

Atvikið vakti mikla lukku, sérstaklega þegar sonurinn sofnaði í miðjum veðurfréttum, en greinilega að afar vel fór um hann á bakinu á móður sinni. Myndband af þessu ofurkrúttlega veðurfræðingateymi má sjá hér að neðan:


Frétt New York Times 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert