Líkamshlutar Khashoggis fundnir?

AFP

Talið er að líkamshlutar sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi séu fundnir að því er fram kemur á vef Sky News. 

Sky hefur þetta eftir heimildum og að þeir séu mjög illa farnir. Einn heimildarmaður Sky segir að líkamshlutarnir hafi fundist í garði við heimili ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbul. Fyrr í morgun sagði forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, að líkið væri ófundið og krafði yfirvöld í Sádi-Arabíu um upplýsingar um hvar það væri að finna.

„Hvernig getur staðið á því að lík einhvers, sem opinberlega er búið að segja að hafi verið drepinn, finnst ekki?“ sagði Erdoğan er hann ávarpaði tyrkneska þingið í morgun.

Erdoğan minntist ekkert á hljóðupptökur sem tyrknesk yfirvöld eiga að hafa undir höndum frá morðinu á Khashoggi. Þær eiga að staðfesta að hann hafi verið pyntaður, myrtur og lík hans sundurlimað.

Erdoğan gaf engar skýringar á því hvers vegna Khashoggi hafi verið myrtur annað en að morðið hafi verið skipulagt fyrir fram. 

Hann krefst þess að allir þeir sem komu nálægt morðinu á Khashoggi verði látnir sæta þungri refsingu og fer hann fram á að réttarhöldin yfir mönnunum 18 sem grunaðir eru um morðið fari fram í Istanbúl. Þá segir hann ekki komi til greina að taka tillit til diplómatískrar friðhelgi þrátt fyrir að það brjóti gegn Vínarsáttmálanum.

 

mbl.is
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...