Samþykkja að lýsa yfir herlögum

Mikill hiti var í þingmönnum vegna málsins. Hér ræðir varnarmálaráðherrann …
Mikill hiti var í þingmönnum vegna málsins. Hér ræðir varnarmálaráðherrann Stepan Poltorak við þingmenn fyrir atkvæðagreiðslu. AFP

Úkraínska þingið samþykkti nú í kvöld að herlögum skuli lýst yfir í landinu í kjölfar þess að Rúss­ar her­tóku þrjú úkraínsk her­skip skammt frá Krímskag­an­um um helg­ina.

Mikil hitaumræða átti sér stað um málið á þinginu í kvöld, en meirihluti þingmanna studdi þó tillögu Petro Poró­sj­en­kó Úkraínu­for­seta að 30 daga her­lög­um verði lýst yfir í landinu og munu þau taka gildi á miðvikudagsmorgun.

Með herlögunum geta yfirvöld sett hömlur á fjöldafundi og umfjöllun fjölmiðla. Segir BBC  suma þingmenn óttast að Porósjenskó muni nota herlögin til að fresta forsetakosningum sem fara eiga fram í landinu í lok mars á næsta ári.

Sjálfur sagði Poró­sj­en­kó í sjón­varps­ávarpi í dag að hann vilji ekki að her­lögin hafi áhrif á for­seta­kosn­ing­arnar.

Rúss­ar beittu vopn­um gegn úkraínsku her­skip­un­um og hafa sakað áhafn­ir þeirra um að hafa farið inn í rúss­neska land­helgi án heim­ild­ar og ótt­ast marg­ir að þetta þýði auk­in hernaðar­um­svif á þess­um slóðum. Úkraínsk yf­ir­völd segja að sex her­menn hafi særst við yf­ir­töku her­skip­anna, þar af tveir al­var­lega, en rúss­neska leyniþjón­ust­an FSB seg­ir að þrír her­menn hafi særst og eng­inn þeirra sé í líf­hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert