Tvær bandarískar herflugvélar hröpuðu

Orrustuflugvél af gerðinni F-18 hrapaði undan strönd Japans í kvöld. …
Orrustuflugvél af gerðinni F-18 hrapaði undan strönd Japans í kvöld. Mynd úr safni. AFP
Tvær bandarískar herflugvélar, orrustuflugvél af gerðinni F-18 og flutningavél af gerðinni C-130, hröpuðu undan strönd Japan við æfingar þegar verið var að fylla eldsneyti á aðra vélina. 
Í tilkynningu frá bandaríska sjóhernum segir að vélarnar hafi flogið frá flugstöð hersins í Iwakuni í suðurhluta Japan. 
Fimm voru um borð í flutningavélinni og tveir um borð í orrustuvélinni. Alls sinna um 50.000 bandarískir hermenn herskyldu í Japan. Talsmaður hersins segir að einn hafi fundist á lífi en það hefur ekki fengist staðfest. Björgunaraðgerðir standa enn yfir. 
mbl.is