Höfnuðu að fordæma Hamas-samtökin

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lagði fram sína ...
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lagði fram sína síðustu ályktun á allsherjarþingi SÞ í gær áður, en hún lætur af störfum um áramótin. AFP

Ályktun um að Hamas-samtökn í Palestínu yrðu fordæmd vegna flugskeytaárása á Ísrael var hafnað á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Ályktunin var lögð fram af Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, og var þetta síðasta ályktunin sem hún leggur fyrir þingið áður en hún lætur af embætti.

Haley sagði að með því að samþykkja ályktunina gæti þingið leiðrétt söguna og staðið með sannleikanum og jafnvægi sem er nauðsynlegt til að stuðla að friði í Mið-Austurlöndum.

Ályktunin er sú fyrsta sem lögð er fyrir allsherjarþingið þar sem farið er fram á að Hamas-samtökin séu fordæmd.

87 ríki greiddu atkvæði með ályktuninni, 58 á móti en 33 sátu hjá. Svo að ályktunin yrði bókuð á þinginu þurfti Haley að fá tvo þriðju hluta atkvæða sem gekk ekki eftir.

Talsmaður Hamas-samtakanna sagði niðurstöðuna vera þungt högg fyrir ríkisstjórn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði að þó svo að tilskildum meirihluta hafi ekki verið náð þá hafi í fyrsta sinn umfangsmikill fjöldi ríkja sameinast gegn Hamas-samtökunum.

Haley til­kynnti í októ­ber sl. að hún myndi láta af störf­um í lok árs og hafa bandarískir fjölmiðlar fullyrt að Heather Nau­ert, talsmaður banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, muni taka við stöðu sendiherra Banda­ríkj­anna hjá Sam­einuðu þjóðunum af Haley.

Frétt BBC

mbl.is
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Þeir sem farnir eru segja mér um framtið þína. Tarot og bollar. Tímap. Erla, s. ...