Engar brottfarir vegna dróna

Frá flugstöðinni á Heathrow.
Frá flugstöðinni á Heathrow. AFP

Flugvélum hefur verið bannað að taka á loft frá Heathrow-flugvelli í London eftir að dróni sást þar á flugi.

„Við erum að bregðast við eftir að það sást til dróna á flugi yfir Heathrow og við vinnum náið með lögreglunni til að koma í veg fyrir hættu. Sem varúðarráðstöfun höfum við stöðvað allar brottfarir á meðan við rannsökum málið,“ sagði á Twitter-síðu flugvallarins.

Flugvélum hefur ekki verið meinað að lenda á flugvellinum.

Aðeins eru um tvær vikur liðnar síðan sást til dróna á flugi yfir Gatwick-flugvelli í London. Atvikið hafði áhrif á tugi þúsunda farþega eftir að flugferðum var aflýst í þrjá daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert