Ekki vitað um eldsupptök

Húsið sem brann í nótt.
Húsið sem brann í nótt. AFP

Ekki er vitað hvað olli eldsvoðanum í þriggja hæða íbúðarhúsi á Courchevelin-skíðasvæðinu í frönsku Ölpunum í nótt. Tveir létust í eldsvoðanum og 22 slösuðust. Þar af fjórir alvarlega.

Starfsfólk skíðasvæðisins bjó í húsinu sem brann en alls bjuggu á milli 60 og 70 manns í húsinu. Innanríkisráðherra Frakklands, Christophe Castaner, sendi fjölskyldum og vinum mannanna sem létust samúðarkveðjur á Twitter en ekki hefur verið gefið upp hverjir létust.  

Frédéric Loiseau, sem starfar á vegum yfirvalda á svæðinu, segir að eldurinn hafi verið mestur á þriðju hæð hússins og vitað sé að margir sem voru á þeirri hæð stukku út um glugga til að forða sér undan eldinum. Bæði séu einhverjir með slæm beinbrot og aðrir reykeitrun. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert