Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hafin

Agnes Callamard, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, og Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, …
Agnes Callamard, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, og Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í Ankara í dag. AFP

Alþjóðleg rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hófst formlega í dag þegar Agnes Callamard, mannréttindasérfræðingur SÞ, hitti Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í Ankara í dag. Callamard, sem fer fyrir rannsókninni, mun dvelja í Tyrklandi í viku og funda með ýmsum ráðamönnum, þar á meðal ríkissaksóknara Tyrklands.

Khashoggi, sem var pistla­höf­und­ur fyr­ir Washingt­on Post, var myrt­ur á ræðismanns­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl í Tyrklandi 2. októ­ber.

Yf­ir­völd í Tyrklandi fóru fram á að alþjóðleg rannsókn yrði framkvæmd en þau telja að dráps­sveit hafi verið send til Ist­an­búl til að ráða Khashoggi af dög­um og hef­ur Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti sagt að fyr­ir­skip­un um morðið hafi komið frá æðstu röðum stjórn­valda í Sádi-Ar­ab­íu. Því þver­neita stjórn­völd í Sádi-Ar­ab­íu.

Rík­is­sak­sókn­ari í Sádi-Ar­ab­íu fer fram á dauðarefs­ingu yfir fimm af þeim ell­efu sem ákærðir eru fyr­ir morðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert