Synonyms hlýtur Gullbjörninn

Nadav Lapid með Gullbjörninn fyrir bestu kvikmyndina í Berlín í …
Nadav Lapid með Gullbjörninn fyrir bestu kvikmyndina í Berlín í kvöld. AFP

Ísraelski leikstjórinn Nadav Lapid hlaut í kvöld Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir kvikmyndina Synonyms. Silf­ur­björn­in hlaut mynd­in Grace a Dieu í leikstjórn franska leikstjórans Francois Ozon.

Lapid hefur sagt að myndin sé hálfgerð sjálfsævisaga en hún fjallar um flótta hans frá Ísrael til Parísar. Hann sagði að myndin gæti valdið hneyksli í heimalandinu. „Fyrir mér er hún einnig óður til kvikmyndarinnar,“ sagði leikstjórinn.

Kínversku leikararnir Wang Jingchun og Yong Mei voru verðlaunuð fyrir leik sinni í myndinni So Long, My Son. Myndin fjallar um stefnu kínverskra stjórnvalda að leyfa foreldrum einungis að eignast eitt barn.

„Þetta er fjölskyldyharmleikur og fjallar um konu sem missir son sinn,“ sagði Yong þegar hún tók á móti viðurkenningunni.

Þýski leikstjórinn Angela Schanelec var valin leikstjóri ársins fyrir kvikmyndina Ich war zuhause. Þá hlaut ítalska kvikmyndina Piranhas, í leikstjórn Claudio Giovannesi, verðlaun fyrir besta handritið.

Svissneska leikarans Bruno Ganz var minnst í byrjun hátíðarinnar en hann lést í gær, 77 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert