Tugir látnir í eldsvoða

Tugir létust í eldsvoða í höfuðborg Bangladess, Daka, í dag en fjölmörg fjölbýlishús, þar sem eiturefni voru geymd, urðu eldinum að bráð.

Eldsvoðar og að hús hrynji er algengt í Bangladess, ekki síst í hverfum sem hýsa fataframleiðslu. Þar eru föt framleidd fyrir vestræn stórfyrirtæki og lítið gætt að aðbúnaði starfsmanna og vörslu spilliefna. 

Ekki hefur tekist að ráða niðurlögum eldsins en vitað er að um 70 eru látnir. Þar á meðal gestir í brúðkaupsveislu. Eldurinn logar í Chawbazar-hverfinu en þar er byggð þétt. 

Eldurinn kviknaði á jarðhæð vöruhúss þar sem eiturefni voru geymd og þaðan breiddist eldurinn hratt út. Talið er að þrjú fjölbýlishús hafi gjöreyðilagst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert