Nígerska þjóðin gengur til kosninga

Muhammadu Buhari, sitjandi forseti, skilaði sínu atkvæði í Daura í …
Muhammadu Buhari, sitjandi forseti, skilaði sínu atkvæði í Daura í morgun. AFP

Nígersku þjóðinni býðst loks að ganga til kosninga og kjósa sér forseta í dag, en kosningunum var frestað á síðustu stundu þegar þær áttu að fara fram fyrir viku síðan. Kosningar hófust klukkan 8 að staðartíma og verður kjörstöðum lokað klukkan 14. Niðurstöður eru væntanlegar í byrjun næstu viku.

Nígeríumenn bíða í röð á kjörstað.
Nígeríumenn bíða í röð á kjörstað. AFP

Tveir eru í framboði til forseta, en það eru sitjandi forsetinn Muhammadu Buhari og Atiku Abubakar, fyrrverandi varaforseti. Þeir eru báðir á áttræðisaldri og hafa báðir hvatt landsmenn til að halda ró sinni vegna kosninganna.

Samkvæmt frétt BBC hefur verið tilkynnt um nokkrar árásir í nótt og í morgun, en að sögn lögreglu hafa þær ekki beinst að almenningi enn um sinn. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa sagst ætla að valda usla á kjördag.

Buhari forseti skilaði sínu atkvæði í heimabæ sínum Daura í morgun og þegar fjölmiðlar spurðu hann hvort hann myndi óska andstæðingi sínum til hamingju, skyldi hann bera sigur úr býtum, sagði Buhari: „Ég mun óska sjálfum mér til hamingju.“ 

mbl.is