Handtekinn með bensínbrúsa í kirkju

Lögregla hefur aukið viðbúnað sinn við Dómkirkju heilags Patreks eftir …
Lögregla hefur aukið viðbúnað sinn við Dómkirkju heilags Patreks eftir að maður á fertugsaldri var handtekinn þar með tvo bensínbrúsa og eldfæri. AFP

Karlmaður á fertugsaldri var í gær handtekinn eftir að hafa gengið inn í Dómkirkju heilags Patreks í New York með tvo fulla bensínbrúsa, kveikjarabensín og eldfæri. Öryggisverðir í kerfinu höfðu fyrstir afskipti af manninum.

John Miller, lögreglustjóri, benti á að hið grunsamlega atvik hefði gerst aðeins tveimur dögum eftir að mikill eldsvoði varð í Notre Dame kirkjunni í París. Hryðjuverkalögreglan í New York segir að of snemmt sé að segja til um að hvort um tilraun til hryðjuverks hafi verið að ræða.

Ekki er vitað hvað manninum gekk til, en vísað hefur …
Ekki er vitað hvað manninum gekk til, en vísað hefur verið til mögulegra tengsla við stórbruna í Notre Dame í París. AFP

Þegar afskipti voru höfð af manninum sagði hann að bíll sinn væri bensínlaus og að hann væri að stytta sér leið gegnum kirkjuna til þess að komast að bílnum. Ákveðið var að handtaka hann þegar í ljós kom að bíllinn var ekki bensínlaus. 

„Við vitum ekki hvað hann var að hugsa,“ sagði Miller, lögreglustjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert