Segja ákveðinn misskilning í gangi

Hassanal Bolkiah soldáninn af Brunei.
Hassanal Bolkiah soldáninn af Brunei. AFP

Stjórnvöld á Brunei hafa ritað bréf til Evrópuþingsins þar sem þau verja ákvörðun ríkisins um að grýta karla til bana verði þeir fundnir sekur um kynmök með öðrum körlum. Segja yfirvöld að ákveðins misskilnings gæti varðandi nýju lögin og að þessari refsingu verði mjög sjaldan beitt því til þess þurfa að minnsta kosti tveir menn að bera vitni um kynmökin.

Í bréfinu sem sent er af sendinefnd konungsdæmisins hjá Evrópusambandinu er óskað eftir því að þingmenn á Evrópuþinginu virði og skilji vilja ríkisins til þess að vernda „hefðbundin gildi og fjölskylduna.“

Samkvæmt nýrri refsilöggjöfBrunei má aflima þjófa og hýða fólk sem klæðist fatnaði sem ætlaður er fólki af öðru kyni, segir í fréttGuardian. 

Mótmælt fyrir utan sendiráð Brunei í París á skírdag.
Mótmælt fyrir utan sendiráð Brunei í París á skírdag. AFP

Í bréfinu, sem er 4 bls. að lengd, kemur fram að því sé ætlað að leiðrétta ákveðinn misskilning sem virðist vera uppi um lögin sem tóku gildi 3. apríl. Að gera hjúskaparbrot og samkynhneigð saknæma er til þess að tryggja viðhald fjölskyldunnar og hjónabandsins meðal múslíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...