Misnotaði 177 nemendur

Ein af byggingum háskólans.
Ein af byggingum háskólans. Ljósmynd/Wikipedia.org

Læknir íþróttafólks við háskóla Ohio-ríkis í Bandaríkjunum misnotaði kynferðislega að minnsta kosti 177 karlkyns nemendur á næstum tveggja ára tuga tímabili.

Þrátt fyrir að kvartað hafi verið yfir honum fékk maðurinn að halda ótrauður áfram að starfa hjá skólanum.

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á því sem gerðist.

Richard Strauss, sem lést árið 2005, framdi afbrot sín á meðan hann starfaði við skólann frá 1978 til 1988. Starfsfólk háskólans vissi vel af ásökununum á hendur honum en ekkert var aðhafst.

Grein NBC um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert