94 milljarðar af illa fengnu fé

AFP

Lögreglan í Evrópu hefur upprætt starfsemi afar hættulegs glæpahrings en starfsemi hans náði til tuga Evrópulanda en höfuðpaurinn er tæplega fimmtugur Lithái. Alls voru 22 handteknir í aðgerðum sem nefnast „Icebreaker“ (Ísbrjótur) sem er stærsta aðgerð Europol gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Í tilkynningu frá Europol í morgun kemur fram að glæpahópurinn hafi verið upprættur í síðustu viku en aðgerðin Ísbrjótur var skipulögð af Europol, lögreglunni í Litháen, Bretlandi, Póllandi, Eistlandi og spænsku lögreglunni.

Um er að ræða umfangsmikið smygl á fíkniefnum og sígarettum auk launmorða og peningaþvættis, segir í tilkynningunni. Alls tóku 450 lögreglumenn, tollverðir og sérsveitir þátt í aðgerðunum 15. og 16. maí í Póllandi, Litháen, Bretlandi og Spáni. Höfuðpaurinn var handtekinn á Spáni. Leitað var á 40 stöðum og hald lagt á 8 milljónir evra í reiðufé, demanta, gullstangir, skartgripi, lúxusbifreiðar sem og tóbak og fíkniefni.

Talið er að þessir glæpamenn hafi haft um 680 milljónir evra, 94 milljarða króna, upp úr krafsinu á tímabilinu 2017-2019. Fíkniefnum og sígarettum var smyglað til Bretlands og þaðan var illa fengnu fé sem fékkst fyrir söluna smyglað til Póllands. Þar var féð þvegið í gegnum gjaldeyrisskiptastöðvar (currency exchange offices) og féð notað til þess að fjárfesta í fasteignum á Spáni og öðrum löndum. 

mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR 'UTSALA er að byrja
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Söluverðmat án skuldbindinga. Vertu í sambandi. ...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...