Færði fórnarlömbum hryðjuverka fjárhæðina

AFP

Ástralskur unglingur sem er þekktur sem eggjadrengurinn hefur fært fórnarlömbum árásar í tveimur moskum í Christchurch tæplega 100 þúsund Ástralíudali, 8,6 milljónir króna, en fénu var safnað til að greiða lögfræðikostnað hans. Þegar ljóst var að hann yrði ekki ákærður ákvað hann að gefa peningana til þeirra sem eiga um sárt að binda eftir hryðjuverkið.

William Connolly kastaði eggj­um í ástr­alska öld­unga­deild­arþing­mann­inn Fraser Ann­ing eftir að Ástrali drap 51 gest í tveimur moskum í mars. Connolly kramdi egg á höfði Ann­ing á blaðamanna­fundi í Mel­bour­ne 16. mars. Ann­ing svaraði fyr­ir sig með því að slá Connolly utan und­ir tví­veg­is. Dag­inn áður sagði Ann­ing í ræðu á þingi að ástæðan fyr­ir árás­un­um þann sama dag í Christchurch væri heim­ild til handa múslim­um til að flytja til lands­ins. Vís­ar hann þar til hryðju­verka sem kostuðu 50 manns lífið en árás­armaður­inn aðhyll­ist yf­ir­burði hvíta kyn­stofns­ins.

Anning náði ekki kjöri í þingkosningum í Ástralíu nýverið. 

mbl.is