Níu látnir í átökum í Súdan

Mótmælendur kveikja í dekkjum á götum Kartúm.
Mótmælendur kveikja í dekkjum á götum Kartúm. AFP

Hið minnsta níu eru látnir í aðgerðum öryggissveita í Súdan gegn mótmælendum sem safnast hafa saman fyrir utan höfuðstöðvar hersins í höfuðborginni Kartúm dögum saman. 

Mótmælendur krefjast þess að borgaraleg stjórn taki við í landinu, en bráðabirgðastjórn hersins hefur verið við völd frá því að Omar al-Bashir hraktist frá völdum í apríl.

Alls hafa mótmælin staðið yfir í rúmlega fimm mánuði, en upphaflega var forsetanum al-Bashir mótmælt. 

Læknar í nágrenni mótmælanna hafa staðfest við fréttastofu AFP að minnst níu hafi látist í átökum næturinnar, en herinn hefur enn ekki tjáð sig um aðgerðirnar.

Umfjöllun BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert